*

Bílar 10. janúar 2020

Nýr Pegueot 208 frumsýndur

Nýr Peugeot 208 er mættur til leiks og verður frumsýndur hjá Brimborg á morgun laugardag kl. 12-16.

Róbert Róbertsson

Hönnun nýja Peugeot 208 hefur hlotið lof fyrir framsækið og nútímalegt útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósum sem setja sterkan svip á bílinn. Innra rýmið er rúmgott, nútímalegt, bjart og gætt gæðaefnum. Franski bílaframleiðandinn hefur lagt mikið upp úr því að gera aksturseiginleikana bílsins sem besta.

Peugeot 208 er búinn næstu kynslóð af tækni og má þar nefna glænýtt ökumannsrými, 3D i-Cockpit® mælaborð og stjórntæki. Við hönnun i-Cockpit var notagildi og þægindi fyrir ökumann höfð að leiðarljósi þar sem öll stjórntæki, mælar og skjáir eru í sjónlínu ökumanns.

Peugeot 208  er búinn nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech bensínvéla sem eyða aðeins frá 4 lítrum á hundraðið og CO2 losun er frá 95 gr/km. Bíllinn fæst bæði með beinskiptur og með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu.

Peugeot 208 er með mjög góða aksturs- og öryggistækni til að tryggja öllum farþegum örugga ökuferð samkvæmt upplýsingum frá Peugeot. Í bílnum er veglínuskynjari, blindpunktsaðvörunarkerfi, vegskiltalesari, sjálfvirk neyðarhemlun (Active city break) og fjarlægðarstillanlegur hraðastillir svo fátt eitt sé nefnt.