
Porsche hefur kynnt til sögunnar nýja kynslóð af 718 Boxster. Nýi sportbíllinn er með nýrri fjögurra strokka túrbovél. Togið hefur aukist verulega og spretthraðinn ekki síður í þesari nýju kynslóð sportbílsins.
Hefðbundinn 718 Boxster er með tveggja lítra vél sem skilar 300 hestöflum. Sportbíllinn er 5,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Í S útfærslunni, sem er enn aflmeiri, er 2,5 lítra vél sem skilar 340 hestöflum og er hann aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Hámarkshraðinn sem gefinn er upp er 285 km/klst.
Porsche hefur tekist með beitingu á nýrri tækniað auka eldsneytissparnaðinn um allt að 13 prósent. Aksturseiginleikarnir hafa verið bættir enn frekar og voru þeir nú ekki slakir fyrir. Nýr og endurhannaður undirvagn eykur beygjuhæfni bílsins og elektrónískt stýriskerfið styrkir stefnufestu hans um 10%. Fyrir vikið er nýr 718 Boxster sveigjanlegri og léttari í stýri hvort sem er á keppnisbrautum eða í almennri umferð.