*

Bílar 5. febrúar 2016

Nýr Porsche 718 Boxster

Porsche hefur aukið togið og spretthraðann verulega í nýju kynslóðs sportbílsins.

Porsche hefur kynnt til sögunnar nýja kynslóð af 718 Boxster. Nýi sportbíllinn er með nýrri fjög­urra strokka túr­bovél. Togið hef­ur auk­ist veru­lega og sprett­hraðinn ekki síður í þesari nýju kynslóð sportbílsins.

Hefðbundinn 718 Boxster er með tveggja lítra vél sem skilar 300 hestöflum. Sportbíllinn er 5,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Í S útfærslunni, sem er enn aflmeiri, er 2,5 lítra vél sem skilar 340 hestöflum og er hann aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Há­marks­hraðinn sem gef­inn er upp er 285 km/​klst.

Porsche hefur tekist með beit­ingu á nýrri tækniað auka eldsneyt­is­sparnaðinn um allt að 13 pró­sent. Aksturseiginleikarnir hafa verið bættir enn frekar og voru þeir nú ekki slakir fyrir. Nýr og end­ur­hannaður und­ir­vagn eyk­ur beygju­hæfni bíls­ins og elektrón­ískt stýri­s­kerfið styrk­ir stefnu­festu hans um 10%. Fyr­ir vikið er nýr 718 Boxster sveigj­an­legri og létt­ari í stýri hvort sem er á keppn­is­braut­um eða í al­mennri um­ferð.

Stikkorð: Porshce