*

Bílar 26. september 2014

Nýr Porsche Cayenne á leiðinni

Nýi Porsche Cayenne verður aðeins 7,3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið.

Nýr Porsche Cayenne í dísilútfærslu er væntanlegur á markað í haust. Lúxusjeppinn mun fá talsverðar útlitsbreytingar og má þar nefna stærra grill í ætt við nýja Porsche Macan sportjeppann og Bi-Xenon framljós. Afturljósin verða einnig breytt og púströrin tvö koma út úr afturstuðaranum.

Cayenne fær nýja 262 hestafla dísilvél sem togar alls 580 Nm. Bíllinn verður aðeins 7,3 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Þrátt fyrir aukinn kraft segir þýski lúxusbílaframleiðandinn að tekist hafi að minnka eyðsluna og koltvísýringsútblásturinn umtalsvert.

Stikkorð: Porsche Cayenne