*

Bílar 21. desember 2012

Nýr Porsche Cayman á leiðinni

Hógværu hönnuðirnir hjá Porsche kynntu nýjan Cayman-sportbíl á bílasýningunni í L.A. á dögunum.

Róbert Róbertsson

Þýski lúxusbílaframleiðandinn  Porsche hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Fyrirtækið kynnti nýjan 911 og sömuleiðis nýjan Boxster sitt hvoru megin við síðustu áramót. Og nú ætlar Porsche að setja á markað nýjan Cayman sportbíl á næsta ári. Bíllinn kom á markað árið 2005 og er mitt á milli 911 og Boxster í stærð og afkastagetu. Nýr Cayman var kynntur á Bílasýningunni í L.A. í Bandaríkjunum nýverið.

Eins og siður er hjá Porsche voru hönnuðirnir fremur hógværir þegar kom að breytingum á útliti nýja bílsins. Hins vegar eru vélarnar nýjar og afkastameiri.

Nýr Cayman mun koma í tveimur útfærslum. Grunnbíllinn verður með 2,7 lítra vél sem mun skila 275 hestöflum, sem 10 hestöflum meira en eldri gerðin. Cayman S verður með enn öflugri 3,4 lítra vél sem skilar 325 hestöflum. Nýr Cayman hefur verið léttur um 47 kíló m.a. með aukinni notkun  á áli í smíði bílsins.

Stikkorð: Porsche  • Porsche Cayman