*

Bílar 15. júní 2018

Nýr Porsche fær nafnið Taycan

Fyrsti rafmagns sportbíllinn frá Porsche hefur nú fengið nafnið Taycan.

Fyrsti rafmagns sportbíllinn frá Porsche, sem gengið hefur undir vinnuheitinu Mission E á þróunarferlinu, hefur nú fengið nafnið Taycan.

Taycan merkir “ungur orkumikill hestur”. Porsche Taycan býr yfir 500 km drægi og rýkur úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,4 sekúndum. Hann hleður sig upp í 100 km drægi á aðeins 4 mínútum. Nýi sportbíllinn er nútímalegur í hönnun og afturhurðirnar eru sérstakar en töff. Bíllinn er fjögurra sæta.

Líklega verður Taycan ekki eini hreini rafmagnsbíll Porsche á næstu árum því í höfuðstöðvum Porsche er verið að hugleiða að bjóða einnig Porsche 718 Boxster bílinn sem rafmagnsbíl. Auk þess má nú fá bæði Cayenne jeppann og Panamera stóra fólksbílinn sem tengiltvinnbíla.