*

Bílar 15. júní 2018

Nýr Porsche fær nafnið Taycan

Fyrsti rafmagns sportbíllinn frá Porsche hefur nú fengið nafnið Taycan.

Fyrsti rafmagns sportbíllinn frá Porsche, sem gengið hefur undir vinnuheitinu Mission E á þróunarferlinu, hefur nú fengið nafnið Taycan.

Taycan merkir “ungur orkumikill hestur”. Porsche Taycan býr yfir 500 km drægi og rýkur úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,4 sekúndum. Hann hleður sig upp í 100 km drægi á aðeins 4 mínútum. Nýi sportbíllinn er nútímalegur í hönnun og afturhurðirnar eru sérstakar en töff. Bíllinn er fjögurra sæta.

Líklega verður Taycan ekki eini hreini rafmagnsbíll Porsche á næstu árum því í höfuðstöðvum Porsche er verið að hugleiða að bjóða einnig Porsche 718 Boxster bílinn sem rafmagnsbíl. Auk þess má nú fá bæði Cayenne jeppann og Panamera stóra fólksbílinn sem tengiltvinnbíla.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is