*

Bílar 11. nóvember 2016

Nýr Proace sendibíll frumsýndur

Nýr Proace sendibíll frá Toyota verður frumsýndur á morgun laugardag.

Nýr Proace sendibíll frá Toyota verður frumsýndur í Kauptúni á morgun laugardag. Proace kemur í nokkrum útfærslum, bæði sem hefðbundinn sendibíll í mismunandi stærðum og einnig sem fjölskyldubíll og til farþegaflutninga.

Bíllinn verður í boði með fimm mismunandi samsetningum yfirbyggingarog lengdar og val er á milli fjögurra og fimm hurða og þrenns konar afturhurða. Proace kemur með 1,6 og 2,0 lítra dísilvélum sem skila 95 og 180 hestöflum. Hægt er að velja um 6 gíra beinskiptingu, 5 gíra töluvstýrða skiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu.

Hægt er að fá Stop & Start-tæknina í Proace sem minnkar eyðslu og mengun. Kerfið Toyota Traction Select (TTS) er í bílnum en það býður upp á góða spyrnu og vörn gegn skriði, hvort sem um er að ræða snjó, ís, aur eða sand á yfirborðinu og eykur öryggi og stjórn bílsins við erfiðar aðstæður.

Það verður nóg um að vera í Kauptúni á morgun því blásið til stórsýningar hjá Toyota kl. 12-16. Sýndir verða fjölskyldubílar af öllum stærðum, hybridbílar, jeppar og pallbílar.

Stikkorð: Toyota  • ProAce