*

Bílar 12. desember 2018

Nýr rafbíll frá Audi

Audi e-tron 55 quattro kemst 400 km á hleðslu, er 5,7 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða og togar 560 Nm.

Nýr Audi e-tron 55 quattro var forsýndur hjá Heklu um síðustu helgi. Von er á fyrstu bílunum til landsins í mars eða apríl á næsta ári en nú þegar hafa hátt í hundrað bílar verið pantaðir í forsölu samkævmt upplýsingum frá Heklu.

Audi e-tron 55 quattro er með ríflega 400 km drægni samkvæmt WLTP og er 5,7 sekúndur í hundraðið. Hann er með tvo rafmótora og stuðlar rafrænt aldrifið að frábærum aksturseiginleikum. Rafmótotrnar skila 265 kW í afli og togið er 560 Nm. Drráttargeta bílsins er 1.800 tonn. 

Fjöldi hleðslumöguleika er fyrir hendi og jeppinn nýtir alla nýjustu tækni þannig að hægt sé að njóta aksturs á rafmagnsjeppa án málamiðlana. Audi e-tron endurspeglar grunnatriðin í hönnun Audi á öld rafbílsins; bæði að innan sem að utan. Sérstakur dagljósabúnaður, rafhleðslulok, engin útblástursrör, saumar í sætum sem minna á rafmagnstöflu, allt eru þetta einkennandi smáatriði í hönnuninni sem gefa bílnum sinn sérstaka blæ.