*

Bílar 22. febrúar 2021

Nýr rafbíll frá Citroën

Citroen ë-C4 er sjálfskiptur með 136 hestafla rafmagnsvél og 350 km drægni.

Citroën ë-C4 rafbíll er nýjasta útspil franska bílaframleiðandans en bíllinn verður forsýndur hjá Brimborg 23.-25. febrúar næstkomandi.

Citroën ë-C4 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Hann er með 350 km drægni á rafmagninu. Citroën ë-C4 er framdrifinn með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við nútíma- og tæknilegt innra rými með breiðum, mjúkum sætum, forhitun og ríkulegum staðalbúnaði. 

Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðu Citroën ë-C4 með íslenskri raforku á 5 til 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu eða í 80% drægni á 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð.

Forsala á Citroën ë-C4 100% rafbíl hefur gengið vel samkvæmt upplýsingum frá Brimborg og hefur fjöldi kaupanda þegar tryggt sér nýjan Citroën ë-C4 rafbíl til afhendingar á næstu vikum. Nú er loks hægt að skoða og prófa því fyrstu tveir sýningar- og reynsluakstursbílarnir eru komnir í sýningarsal Citroën að Bíldshöfða 8 í Reykjavík.

Stikkorð: Citroën  • rafbíll  • Citroën ë-C4