*

Bílar 16. desember 2019

Nýr rafbíll frá Peugeot

Franski bílaframleiðandinn kemur fram með nýjan 100% rafknúinn jeppling á markað. Kominn í forsölu á Íslandi.

Nýr Peugeot e-2008 jepplingur er á leiðinni á markað en hér er um að ræða 100% hreinan rafbíl úr smiðju franska bílaframleiðandans. Bíllinn er nú kominn í forsölu hjá Brimborg umboðsaila Peugeot á Íslandi.

Að auki verða í boði í nýju Peugeot 2008 jepplingalínunni bæði bensín- og dísilvélar með 8 gíra sjálfskiptingu. Rafbíllinn er til afhendingar í maí 2020 en bensín- og dísilbílarnir til afhendingar í apríl 2020.

Hönnun nýja Peugeot e-2008 SUV er alveg ný frá grunni og hefur hlotið lof fyrir framsækið útlit sem er undirstrikað með LED fram- og afturljósunum sem setja sterkan svip á bílinn. Innréttingin er nýjasta kynslóð af Peugeot 3D i-Cockpit sem er nútímalegur stafrænn heimur þar sem mælaborð og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns.

Peugeot e-2008 SUV gerir viðskiptavinum kleift að stíga skrefið inn í  rafmagnaða framtíð til að vernda umhverfið og lækka rekstarkostnað án þess að fórna þægindum. Rafbílinn Peugeot e-2008 SUV er sjálfskiptur með 50 kWh rafhlöðu sem skilar drægni við kjöraðstæður allt að 310 km. skv. nýrri og strangari WLTP mælingu.

Rafmagnið skilar bílnum 136 hestöflum og togið er 260 Nm. Bíllinn er 8,5 sekúndur úr kyrrstöðu í hundrað km hraða. Rafhlöðuna er hægt að hraðhlaða í allt að 80% hleðslu á 30 mínútum og í 100% hleðslu á 7,5 klst í heimahleðslu.

Stikkorð: Peugeot  • rafbíll  • jepplingur