
Nýr Peugeot e-208 var frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Um er að ræða hreinan rafbíl með 340 km drægni.
Peugeot e-208 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Með þessu afli kemst Peugeot e-208 úr kyrrstöðu í hundraðið á 8,1 sekúndu. Glænýr undirvagn Peugeot e-208 er hannaður með innbyggðri 50 kwh rafhlöðu svo að innra rýmið er jafnstórt og í hefðbundnum Peugeot 208.
Rafhlaðan er staðsett undir miðjum bílnum og hefur því ekki áhrif á farþega- og skottrými. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð eða í 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að stilla forhitarann svo bíllinn sé heitur og fínn áður en lagt er af stað.
Franski bílaframleiðandinn hefur hefur hlotið lof fyrir flotta hönnun og ríkulegan staðalbúnað í nýja rafbílnum. Að innan er nútímaleg i-Cockpit innrétting í lykilhlutverki með nýjustu kynslóð af tækni og stafrænu 3D mælaborði þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns.
Peugeot e-208 er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumann við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi um öryggisbúnað í rafbílnum.