*

Bílar 3. mars 2021

Nýr rafsendibíll frá Citroën

Citroën ë-Jumpy fæst í tveimur lengdum en drægni rafsendibílsins er allt að 330 km.

Nýr Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er væntanlegur til landsins í apríl og verður í boði í tveimur lengdum. Forsala er hafin á Citroën ë-Jumpy í Vefsýningarsal hjá Brimborg.

Citroën ë-Jumpy rafsendibíll er með 50-75 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er allt að 330 km. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu. Sendibíllinn er með fjarstýrðri forhitun sem tryggir að bíllinn er heitur og þægilegur þegar lagt er af stað. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyCitroën appinu ásamt því að fjarstýra forhitun.

Meðal ríkulegs staðal- og öryggisbúnaðar í sendibílnum er bakkmyndavél með 180° víddarsýn, nálægðarskynjarar að framan og aftan, blindpunktsaðvörun,  7″ margmiðlunarskjár í mælaborði og fjarstýrð forhitun. Citroën ë-Jumpy er með heilu þili milli hleðslurýmis og farþegarýmis með glugga og 180° opnun á afturhurðum. Citroën ë-Jumpy er fáanlegur með ýmsum aukabúnaði t.d með krossvið í gólfi hleðslurýmis og með rennihurð á báðum hliðum. 

Með Moduwork innréttingunni í Citroën ë-Jumpy er hægt að stækka hleðslurýmið með opnanlegri lúgu og niðurfellanlegu framsæti, hægt er að flytja allt að 4,026 m langa hluti með Moduwork innréttingunni.

Citroën ë-Jumpy rafmagnssendibíll er fáanlegur í tveimur lengdum; millilangur og langur. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 6,6 m3 með Moduwork innréttingingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili til að flytja lengri hluti.