*

Bílar 27. nóvember 2015

Nýr Range Rover Evoque frumsýndur

Nýr Range Rover Evoque hefur verið endurhannaður og hlotið kraftmeiri og sparneytnari INGENIUM dísilvél.

Nýr Range Rover Evoque verður frumsýndur hér á landi á morgun. Þessi netti lúxussportjeppi hefur vakið athygli síðan hann kom fyrst á markað árið 2012.

Kryddpían Victoria Beckham kom að hönnun Evoque og ekki er hægt að segja annað en henni og öðrum hönnuðum hafi tekist vel til. Evoque er framleiddur í verskmiðju Land Rover í Halewood í Englandi.

 Hinn nýi Evoque hefur fengið fágaðri framenda og endurhannað mælaborð og auk þess er bíllinn kominn með léttari, en um leið bæði kraftmeiri og talsvert sparneytnari og INGENIUM dísilvél.

Sportjeppinn er að sjálfsgögðu búinn fjórhjóladrifi og hægt er að velja milli 150 og 180 hestafla véla sem báðar eru við 9 gíra sjálfskiptingu.

Með nýju skiptingunni (TD4) hefur eldsneytisnotkun og CO2 útblástur verið bætt um 17% án þess að gefa neitt eftir í afli og eiginleikum enda er hröðun jeppans úr 0-100 km einungis 7,6 sekúndur.

Nýr Evoque verður frumsýndur hjá BL á morgun, laugardag, milli kl. 12 og 16.

Stikkorð: Range Rover  • Evoque