*

Bílar 21. febrúar 2017

Nýr Range Rover á leiðinni

Range Rover hefur ákveðið að setja á markað millistóran lúxussportjeppa sem verður staðsettur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport í stærð.

Range Rover hefur ákveðið að setja á markað millistóran lúxussportjeppa sem verður staðsettur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport í stærð.

Range Rover sportjeppinn á eftir að fá nafn en er einungis kallaður L560 í dag. Hann verður með niðurfellda þaklínu að aftan sem er ekta Coupe og gerir hann sérlega sportlegan í útlitshönnun. Þessi Range Rover Coupe er svar breska bílaframleiðandans við sambærilegum gerðum þýsku lúxusbílaframleiðandanna Mercedes-Benz og BMW. Mercedes-Benz er með GLE og CLC Coupe og BMW er með X4 og X6.

Þessi nýi Range Rover verður fáanlegur með 3 lítra vélum bæði í dísil- og bensínútfærslum. Auk þess mun koma SVR ofurútfærsla af bílnum sem verður sérlega aflmikil með rúmlega 500 hestafla vél. Undirvagninn verður sömu gerðar og Jaguar F-Pace. Nýi sportjeppinn verður mjög líkur bræðrum sínum og augljós ættareinkenni í útliti bæði að innan og utan.

Stikkorð: Range Rover  • bílar  • Coupe