*

Bílar 28. mars 2013

Nýr Range Rover Sport

Bíllinn var hannaður samhliða stóra bróður. Díselvélarnar skila mun meira afli en eldri gerðir.

Hulunni var svipt af nýjum Range Rover Sport í New York á miðvikudag. Bíllinn var hannaður samhliða stóra Range Rovernum. Þrátt fyrir það eru 75% íhluta í bílnum ekki frá þeim stóra.

Rétt eins og stóri bróðir er bíllinn mun léttari er forverinn, allt að 420 kg léttari. Hann einnig stærri og breiðari.

Bíllinn kemur með 8 þrepa sjálfskiptinu og öflugasta vélin er fimm lítra V8 sem skilar 510 hestöflum. Einnig er ný 3 lítra V6 í boði sem skilar 340 hestum.

Tvær V6 díselvélar bjóðast, annars vegar skila 258 og 292 hestöflum eftir því hvort þær eru með túrbínu eða ekkki. Það er mikill munur frá eldri vélum sem skiluðu 211 og 256 hestöflum.