*

Bílar 14. ágúst 2015

Nýr Renault Kadjar

Aðalsmerki Renault undanfarið hafa verið sparneytnar dísilvélar sem menga lítið og nýta eldsneytið vel.

Nýr Renault Kadjar verður frumsýndur hér á landi á morgun. Þrátt fyrir að fjórhjóladrifinn bíll frá franska bílaframleiðandanum hafi verið til um árabil undir nafninu Koleos náði hann aldrei vinsældum svo neinu næmi. Nýr Renault Kadjar er um margt líkur þeim nýju Renault bílum sem kynntir hafa verið á undanförnum misserum.

Renault Kadjar er eingöngu búinn dísilvélum sem eru annað hvort 1,5 lítrar eða 1,6 lítrar. Aðalsmerki Renault undanfarið hafa einmitt verið sparneytnar dísilvélar sem menga lítið og nýta eldsneytið vel. Fjórhjóladrifinn Kadjar í Expression útgáfu er til með 1,6 lítra dísilvél sem eyðir 4,9l/100 km og framhjóladrfinn Kadjar er með 1,5l dísilvél sem eyðir einungis 3,8l/100 km en báðar þessar tölur eru uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

Undirvagn og fjórhjóladrif er hannað í samstarfi við Nissan en Nissan og Renault eru í eigu sömu framleiðslusamsteypunnar. Fjórhjóladrifið er með 2WD stillingu sem gerir ökumanni kleyft að keyra mestan hluta ársins eingöngu í framhjóladrifi og þannig hámarka nýtingu eldsneytis.

Stikkorð: Renault  • Renault Kadjar