*

Bílar 28. október 2012

Nýr salur fyrir Lexus bíla

Lexus hefur opnað nýjan sýningarsal að Kauptúni 6. Hann er hannaður í samræmi við strangar kröfur Lexus.

Lexus hefur opnað nýjan sýningarsal að Kauptúni 6. Sýningarsvæðið er um 360 m2 en auk þess er sérstakur salur þar sem viðskiptavinurinn fær nýjan bíl afhentan og getur kynnst honum í ró og næði.

,,Salurinn er hannaður í samræmi við strangar kröfur Lexus og er áhersla lögð á að viðskiptavininum líði sem best og njóti þeirrar góðu þjónustu sem er aðalsmerki Lexus. Í nýja sýningarsalnum er öll þjónusta Lexus á einum stað og þar getur viðskiptavinurinn skoðað nýja og notaða Lexusbíla og þar er einnig tekið við bílum sem koma inn í þjónustu. Salan er komin á gott skrið aftur og í salnum má skoða þær gerðir sem nýjastar eru frá Lexus,“ segir Páll Þorsteinsson kynningarfulltrúi Toyota og Lexus.

Vörulína Lexus er breið, allt frá minni fjölskyldubílum eins og CT 200h sem er fimm manna hlaðbakur, og upp í forsetabíla eins og LS 600h. Einnig má nefna sportjeppann RX 450h sem sameinar á skemmtilegan hátt kosti fjórhjólabíla og lúxusbíls sem og eðalvagninn GS 450h en hann var kynntur í byrjun sumars. GS 450h er eins og flestir bílar frá Lexus búinn Hybridtækninni sem leiðir til þess að hann er sparneytinn, eyðir aðeins frá 5,9 l 100/km þó kraft og snerpu skorti ekki en bíllinn er aðeins 5,9 sekúndur að ná 100 km hraða.

Fyrsti bílinn sem afhentur var á opnunardegi á nýjum stað var svartur Lexus RX 450h. Það voru þau Jónína Valdimarsdóttir og Ingvar Baldursson sem festu kaup á bílnum.

Stikkorð: Lexus