*

Bílar 14. júní 2019

Nýr sjö sæta sportjeppi

Mercedes-Benz frumsýndi við hátíðalega athöfn í Utah í Bandaríkjunum nýjan bíl sem ber heitið GLB.

Mercedes-Benz frumsýndi við hátíðalega athöfn í Utah í Bandaríkjunum nýjan bíl sem ber heitið GLB. Um er að ræða glænýjan sjö sæta sportjeppa með þrjár sætaraðir.

GLB er fyrsti bíllinn sem Mercedes-Benz framleiðir í þessum stærðarflokki sem er sjö sæta. GLB er mitt á milli sportjeppanna GLA og GLC í stærð og  er hugsaður fyrst og fremst fyrir stærri fjölskyldur. Bíllinn hentar sérlega vel í ferðalög og útivist sem og veiði og golf. Bíllinn hentar vel fyrir íslenskar aðstæður enda búinn 4MATIC fjórhjóladrifinu frá Mercedes-Benz. GLB er væntanlegur til landsins síðla hausts.

GLB er nýjasta viðbótin í hinn breiða og glæsilega jeppaflota Mercedes-Benz. Fyrir eru sportjepparnir GLA, GLC, GLE og GLS auk hins stóra og goðsagnakennda G-Class. Þá er nýi rafbíllinn EQC að bætast í flóruna en sportjeppinn kemur til landsins í haust og hefur forsala á bílnum gengið vel hjá Bílaumboðinu Öskju.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is