*

Bílar 22. febrúar 2014

Nýr smábíll frá Hyundai

Með nýjum Hyundai i10 er smiðshöggið rekið á endurnýjun Hyundai-línunnar.

Nýi smábíllinn Hyundai i10 var frumsýndur um helgina í Hyundai-umboðinu í Kauptúni. Með nýjum Hyundai i10 er endanlega rekið smiðshöggið á endurnýjun Hyundai-línunnar.

Nýr Hyundai i10 kemur nú í nútímalegri útfærslu með meira rými en fyrr. Eins og allir Hyundai-bílar er hann með fimm ára ábyrgð og ótakmarkaðan akstur. Staðalbúnaður í Comfort-útgáfu er m.a. upphitað leðurstýri og hituð sæti, rafdrifnar rúður framan og aftan, rafknúið léttstýri og ESP-stöðugleikastýring. Eldsneytisnotkun með 1,0l bensínvélinni er 4,7 lítrar í blönduðum akstri.

Stikkorð: Hyundai  • Hyundai i10