*

Bílar 3. september 2012

Nýr smábíll frá Skoda - myndband

Stjórnendur tékkneska bílaframleiðandans Skoda leita eftir því að næla sér í nýja viðskiptavini

Skoda Citigo er nýjasti bíllinn frá tékkneska framleiðandanum Skoda sem hefur verið að vinna markvisst að því að breikka vöruúrvalið undanfarin misseri.

Árið 2010 kom á markað Skoda Yeti jeppinn sem hefur mælst vel fyrir og nú ríða þeir á vaðið í flokki smábíla með Citigo. Bíllinn er framleiddur með tveimur bensínvélum, 1.0, 60 hestafla vél og 1.0, 75 hestafla vél. Skoda Citigo kemur á markað hér á landi í október samkvæmt upplýsingum frá Heklu, umboðsaðila Skoda á Íslandi.

Hér að neðan má sjá myndband um bílinn.

Stikkorð: Skoda Citigo