*

Bílar 1. september 2021

Nýr Sportage frumsýndur

Nýr Kia Sportage er væntanlegur til Íslands í byrjun næsta árs. Hefur verið einn söluhæsti bíll Kia undanfarin ár.

Kia frumsýndi í dag fimmtu kynslóð Sportage sem verið hefur einn söluhæsti bíll bílaframleiðandans undanfarin ár. Hinn nýi Kia Sportage er væntanlegur til Íslands í byrjun næsta árs.

Nýr Kia Sportage verður í boði með Plug-in Hybrid vél en einnig Mild Hybrid dísilvél. Tengiltvinnútfærslan (Plug-in Hybrid) er með 265 hestafla, 1,6 lítra bensínvél og rafmótorum með 56 km. drægi samkvæmt WLTP staðal. Það er því af nógu að taka og væntanlegir kaupendur ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Nýr Kia Sportage breytist mjög mikið í útliti og hönnun. Stórt og kraftmikið tígrisnefs grillið að framan, sem er eins konar ættarsvippur Kia bíla, og fallega hönnuð LED ljósin gefa fögur fyrirheit um fágun og framsækni. Framendinn tengist vel við flæðandi og sportlegan hliðarsvip bílsins. Kraftalegur afturhluti og rennileg afturljós fullkomna svo fallegar formlínur og glæsileika bílsins.

Innanrýmið er nútímalegt þar sem tveir 12,3 tommu snertiskjáir gefa upplýsingar um allt sem tengist akstrinum og tengir ökumann og farþega við umheiminn í gegnum tæknivædd forrit. Farangursrými bílsins hefur stækkað um 80 lítra frá síðustu kynslóð og er nú 591 lítrar en með því að fella aftursætin niður stækkar það í 1.780 lítra.

Stikkorð: Kia  • Sportage