*

Bílar 2. ágúst 2018

Nýr sportbíll frá BMW

BMW hefur kynnt nýjan i8 Roadster sportbíl með Hybrid vél. Bíllinn er byggður á Spyder hugmyndabílnum sem kynntur var árið 2012.

BMW hefur kynnt nýjan i8 Roadster sportbíl með Hybrid vél. Bíllinn er byggður á Spyder hugmyndabílnum sem kynntur var árið 2012.

Hinn nýi i8 Roadster er blæjubíll og fallega hannaður eins og búast má við frá bæverska lúxusbílaframleiðandanum. Sportbíllinn er með tvær vængjahurðir sem gerir enn meira fyrir lúkkið. Hægt er að setja þakið niður á aðeins 15 sekúndum og að sjálfsögðu upp á sama tíma og hægt er að framkvæma þessar aðgerðir á allt að 45 km hraða. 

Nýr i8 Roadster er knúinn áfram af Hybrid vél sem samanstendur af rafmótor og þriggja sílindra bensínvél með forþjöppu. Samtals skilar Hybrid vélin 369 hestöflum. Sportbíllinn er aðeins 4,6 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. BMW i8 Roadster kostar um 15 milljónir króna og er eilítið dýrari en i8 Coupe.