*

Bílar 7. ágúst 2015

Nýr sportjeppi frá Audi

Nýr sportjeppi þýska lúxusbílaframleiðandans Audi mun etja kappi við BMW X6 og Mercedes-Benz GLE Coupe.

Róbert Róbertsson

Það kveður við nokkuð nýjan tón í hönnun þýska lúxusbílaframleiðandans Audi á nýjum Q6 E-Tron sportjeppa sem frumsýndur verður á bílasýningunni í Frankfurt í september. 

Það vekur athygli að þessi glænýi sportjeppi þykir ekki líkur Q5 né nýjum Q7 jeppa Audi. Bílaframleiðandinn þykir nokkuð íhaldsamur á útlit bíla sinna enda þykir það yfirleitt vel heppnað. Hér kemur hins vegar óvænt útspil hjá Audi og við fyrstu sýn er ekki annað að sjá en bíllinn sé hinn laglegasti.

Hinn nýi Q6 E-Tron á án efa eftir að vekja athygli í Frankfurt og mun í framhaldinu etja kappi við sportjeppa eins og BMW X6 og Mercedes Benz GLE Coupe en sá síðarnefndi er einnig væntanlegur á markað á næstunni.