*

Bílar 28. nóvember 2014

Nýr sportjeppi frá Mitsubishi

Mitsubishi hefur frumsýnt nýjan sportjeppa á bílasýningu sem stendur nú yfir í Los Angeles.

Mitsubishi sýndi nýjan sportjeppa á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Los Angeles og fer þar bíll sem enn er á tilraunastigi og ber heitið XR-PHEV . Bíllinn er með mjög nútímalegt og ferskt útlit og minnir dálítið á nýja NX sportjeppann frá Lexus.

XR-PHEV mun vera tvinnbíll en er einnig knúinn rafmagni. Nýi sportjeppinn á að marka útlit þeirra nýju bíla sem koma munu frá Mitsubishi á næstu árum. Bílnum er fyrst og fremst beint að Bandaríkjamarkaði samkvæmt yfirlýsingum forsvarsmanna Mitsubishi.