*

Bílar 23. febrúar 2018

Nýr sportjeppi frá Skoda

Skoda Karoq er litli bróðir Skoda Kodiaq og kemur í Ambition og Style útfærslum og fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn.

Glænýr jepplingur úr smiðju Skoda verður frumsýndur hjá Heklu nk laugardag kl. 12-16. Sá ber heitið Karoq og er hann litli bróðir hins vel heppnaða Skoda Kodiaq.

Karoq er vel búinn sportjeppi með nútímlega hönnun sem sést vel á laglegum LED framljósum auk þess sem hann er fyrsti bíllinn frá Skoda sem fæst með stafrænu mælaborði. Karoq býður upp á ýmar lausnir og tækninýjungar sem gera aksturinn öruggari og skemmtilegri. Sportjeppinn er rúmgóður og með allt að 1.630 lítra farangursrými ef aftursætin eru felld niður.

Líkt og stóri bróðir Kodiaq hefur Karoq hlotið ýmsar viðurkenningar þótt hann sé rétt að fæðast. Hann kom sá og sigraði í flokki jepplinga hjá Best Car?, hlaut hin eftirsóttu Autonis hönnunarverðlaun fyrir bestu nýju hönnunina í flokki sportjeppa, er handhafi Golden Steering Wheel. Skoda Karoq kemur í Ambition og Style útfærslum og fæst bæði fram- og fjórhjóladrifinn. Í boði eru 1.0 og 1.5 lítra bensínvélar og 2.0 lítra dísilvélar auk úrvals auka- og öryggisbúnaðar.