*

Sport & peningar 30. júlí 2012

Nýr styrktaraðili Manchester United

Merki bílaframleiðandans Chevrolet mun sjást framan á búningum Manchester United frá og með árinu 2014.

Bílaframleiðandinn Chevrolet mun árið 2014 verða styrktaraðili Manchester United og nafn bílaframleiðandans mun því prýða búninga félagsins. 

Samningurinn nær til sjö ára og Chevrolet tekur við af núverandi styktaraðila Aon. Talsmenn Chevrolet sem er hluti af General Motors fagna þessum samningi og segjast ánægðir að fá að taka þátt í að tengja Chevrolet við alla aðdáendur og tilfinningar sem fylgja liðinu hvert sem það fer. 

Manchester United var nýlega metið á 2,23 milljarða dollara samkvæmt tímariti Forbes. Ekki hefur verið gefið upp hversu háar upphæðir felast í samningnum en talið er að þær verði aldrei lægri en samingur Manchester United við Aon. Sá samningur hljóðaði upp á 3,8 milljarð króna. Þetta kemur fram á vef BBC.

Stikkorð: Manchester United  • Chevrolet