*

Bílar 17. október 2016

Nýr Suzuki S-Cross lentur

Suzuki S-Cross var nýlega frumsýndur hér á landi. Bílinn er til að mynda vel búinn í tæknideildinni.

Nýr Suzuki S-Cross var nýlega frumsýndur hér á landi. S-Cross verðir í boði bæði í GL og GLX út­gáf­um. Boðið er upp á tvær vél­ar, 1,0 og 1,4 Boosterjet Turbo.

Meðaleyðslan er mjög lág, aðeins 5,3 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur. S-Cross fæst bæði beinskiptur og 5,6 lítrar sjálfskiptur,“ segir í tilkynningu um sýninguna.

Bíllinn er með 4WD ALL-GRIP fjórhjóladrifi. Fjórhjóladrifskerfið býður upp á fjórar mismunandi stillingar, þ.e. sjávirka stillingu, sport stillingu, snjóstillingu og driflæsingu. S Cross er vel búinn í tæknideildinni og er með svonefndan Apple CarPlay og MirrorLink, sem tengiskjár snjallsímans nýtir sér.

Þegar samhæfður iPhone er tengdur kerfinu með USB tengingu gerir Apple CarPlay kleift að hringja og svara símhringingum, spila tónlist úr símanum, senda og taka á móti skilaboðum og fá leiðarlýsingu, allt með raddskipunum eða fingrasetningu á skjánum.

Að sama skapi birtir MirrorLink hin ýmsu smáforrit snjallsímans á snertiskjánum og þannig er hægt að nýta sér aðgerðir símans í gegnum skjáinn. Margmiðlunaraðgerðir eru einfaldar á 7 tommu snertiskjánum Aðgerðirnar varða m.a. hljómtæki, handfrjálsan síma, leiðsögukerfi og uppsetningu snjallsímans. Það er því hægt að gera ýmislegt annað í bílnum auk þess að keyra.

Stikkorð: Suzuki  • kynntur  • S-Cross