*

Sport & peningar 12. febrúar 2021

Nýr þjóðarleikvangur í Turninum

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi mun opna í sumar undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi.

Þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi mun opna í sumar undir heitinu Arena, í Turninum í Kópavogi.

Í tilkynningu segir að staðurinn muni bjóða upp á aðstöðu í heimsklassa fyrir tölvuleikjaspilun, hvort sem sé fyrir áhugafólk eða atvinnumenn í rafíþróttum. Því muni leikvangurinn gjörbylta umhverfi rafíþrótta á Íslandi og sé stærsta fjárfesting í geiranum til þessa. 

Húsnæðið mun rúma á annað hundrað gesta  og þar verður bæði veitingarými, rými til og annarrar afþreyingar, bæði í opnum rýmum og einkaherbergjum. Samstarf verður haft við nálæg íþróttafélög um skipulagðar æfingar í rafíþróttum er í undirbúningi en yfir 800 börn og ungmenni æfa rafíþróttir í hverri viku á Íslandi. „Þar æfa þau undir öruggri handleiðslu þjálfara þar sem þau fá hugar- og líkamsþjálfun auk æfinga í leikjunum sjálfum,“ segir í tilkynningunni.

Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands, og Daníel Rúnarsson ganga frá samningum á milli RÍSÍ og Arena.

Arena verður jafnframt nýtt heimili Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) og hafa RÍSÍ og Arena undirritað viljayfirlýsingu um að vinna að útbreiðslu rafíþrótta á Íslandi.

“Við hlökkum mikið til að opna dyrnar í sumar og bjóða fólk velkomið í fyrsta flokks rafíþróttamiðstöð - sannkallaðan þjóðarleikvang fyrir ört vaxandi grein. Jafnframt hyggjumst við bjóða upp á frábærar veitingar og nútíma afþreyingu fyrir alla sem áhuga hafa á tölvuleikjum. Arena er stærsta fjárfesting sem gerð hefur verið í rafíþróttum á Íslandi og væntum við mikils af útkomunni.” segir Daníel Rúnarsson hjá Arena.

Einnig munu Arena og RÍSÍ setja kraft í aukna framleiðslu á sjónvarpsefni tengdu rafíþróttum, hvort sem er beinum útsendingum frá keppnum eða almennri umfjöllun. „Það er alltaf gaman að sjá metnaðarfull verkefni fæðast og ná þroska líkt og rafíþróttir hafa verið að gera,“ segir Aron Ólafsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasamtaka Íslands.

Útsendingarmiðstöð Stöðvar 2 Esports Arena verður einnig heimili keppnishalds í rafíþróttum en útsendingarmiðstöð og stúdío fyrir Stöð 2 Esport verður á Arena.