*

Bílar 23. apríl 2013

Nýr tilraunajeppi frá BMW sýndur í Shanghai

X4 er enn einn jeppinn frá Munchen. BMW kallar hann tilraunabíl en flestir eru sammála um að hann sé tilbúinn.

BMW X4 er gefur að skilja minni en X5 og stærri en X3 jeppinn. Með honum bætist við fimmti jeppinn í vörulínu BMW, en auk þeirra þriggja sem nefndir eru er X1 og X6. 

X4 er byggður á sama grunni og X3 en útlitslega er hann sportlegri og virkar stærri.

Framleiðsla á bílnum mjög sennileg og liður í að þétta vöruframboðið. Sama má sjá hjá Audi og Mercedes Benz, hvort sem er í jeppum eða fólksbílum.

Bíllinn verður framleiddur í Suður Karolínu í Bandaríkjunum.

 

BMW X4 líkist X6 jeppanum mun meira en X3 sem hann er byggður á.

Skiptar skoðanir eru á útliti bílsins. Það verður þó ekki annað sagt en hann sé sportlegur og vígalegur.

Stikkorð: BMW X4