*

Menning & listir 5. apríl 2014

Nýr tónleikastaður í hjarta Reykjavíkur

Mengi er nýr staður sem býður upp á fjölbreytta dagskrá menningarviðburða.

Kári Finnsson

Mengi er nýr tónleikastaður sem var opnaður við Óðinsgötu 2 í Reykjavík í desember og hefur staðið fyrir metnaðarfullri dagskrá viðburða allt frá fyrsta degi. Að sögn Bjarna Gauks Sigurðssonar, eiganda Mengis, er áherslan lögð á fjölbreytta dagskrá og metnaðarfulla listræna stjórnun viðburða. „Okkar áhersla hefur verið á nútímatónlist og tilraunakennda tónlist þó við höfum einnig verið með viðburði sem eru ekkert endilega tónlistartengdir.“

Spratt upp úr útgáfufyrirtæki

Að sögn Bjarna Gauks varð hugmyndin til þegar hann ætlaði að stofna lítið útgáfufyrirtæki ásamt Skúla Sverrissyni, tónlistarmanni. „Við höfðum báðir búið erlendis um nokkurt skeið og fundum fyrir því að Reykjavík vantaði tónleikastað sem væri með ákveðna listræna stjórnun. Það hafa verið margir góðir tónleikastaðir í Reykjavík en þeir hafa yfirleitt ekki verið með markvissa stefnu í tónlistinni sem þar er spiluð. Það hefur verið mjög erfitt fyrir listamenn að vera metnir af list sinni og fá greitt fyrir það sem þeir eru að gera, enda er dýrt að halda tónleika – það þarf að leigja sal, hljóðkerfi og hljóðmann og það kostar sinn pening. Síðan bauðst okkur þessi staðsetning til sölu og við vorum nógu geðveik til að slá til og byrja með þessa starfsemi. Síðan þá höfum við unnið hart að því að fylla ákveðið tómarúm í tónleikaflóru borgarinnar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð

Stikkorð: Mengi