*

Bílar 4. janúar 2013

Nýr Toyota Auris kynntur

Blaðamaður Viðskiptablaðsins reynslók nýjum Toyota Auris sem verður kynntur á morgun.

Ný kynslóð Toyota Auris verður kynnt hjá söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ á Selfossi og Akureyri á morgun, laugardag, 5. janúar á sérstakri bílasýningu frá kl. 12 – 16. Bílablaðamaður Viðskiptablaðsins reynsluók bílnum nýverið í Lissabon og hefur hann breyst mjög frá fyrri kynslóð.

Segja má að nýr Auris sé fulltrúi nýrrar hönnunarstefnu Toyota. Lögð hefur verið áhersla á sportlegt útlit og þá hefur verið kappkostað að gera innanrýmið bæði fallegt og notadrjúgt. Bíllinn hefur einnig breyst til hins betra í aksturseiginleikum og er allur þéttari en forverinn.

Hægt er að velja á milli fjögurra véla þ.e. 1.33 lítrabensínvél, 1.6 lítra bensínvél, Hybridútfærslu með 1.8 lítra bensínvél eða 1.4 lítra dísilvél. Nýr Auris kostar frá kr. 3.250.000 kr. en það er beinskiptur bensínbíll með 1.33l vél. Sjálfskiptur bensínbíll með 1.6l vél kostar 4.290.000 kr. og Auris Hybrid kostar 4.690.000 kr.

Stikkorð: Toyota Auris