*

Matur og vín 15. nóvember 2017

Nýr veitingastaður á Hótel Íslandi

Níu restaurant & bar er hluti af Heilsumiðstöðinni.

Níu restaurant & bar er nýr og glæsilegur veitingastaður staðsettur á Hótel Íslandi í Ármúla 9 og er hluti af Heilsumiðstöðinni.
Í Heilsumiðstöðinni starfa nokkur heilsufyrirtæki saman að því að efla heilsu skjólstæðinga sinna og veita góða þjónustu og heildrænar heilsulausnir. Staðurinn leggur því mikið upp úr góðri næringu en á heimasíðu staðarins segir að allt sé eldað frá grunni úr hágæða háefnum. „Við leggjum áherslu á prótein- og trefjaríka rétti, notum einungis fitu sem er góð fyrir þig og það hvarflar ekki að okkur að nota sykur, litarefni eða bragðefni,“segir jafnframt.“

Níu restaurant & bar lætur ekki staðar numið þar því einnig verður svokölluð hamingjustund alla virka daga á milli klukkan 14:00 - 18:00 þar sem boðið verður upp á áfenga drykki á góðu verði og léttan matseðil.

 

 

https://www.facebook.com/niu.restaurant.bar/