
Hyundai Nexo er að fullu rafdrifinn en býr til rafmagn úr vetni með efnarafal. Ekki þarf því að stinga Nexo í samband við rafmagn til að hlaða rafhlöðu bílsins. Bíllinn dregur tæpa 600 km á vetninu en það tekur aðeins 3-4 mínútur að fylla vetnistankinn.
Nexo er búinn öllum helstu tækninýjungum m.a. aðstoðarökukerfinu ADAS (Advanced Driver Assistance Systems) sem Hyundai er að þróa í átt til fullkominnar sjálfstýringar. Þá er Nexo einnig með háþróaðri blindhornsviðvörun en hingað til hafa tíðkast og er þessi sú fyrsta sinnar tegundar í bílaiðnaðinum. Viðvörunin er búin myndavélum sem birtir ökumanni umhverfi bílsins fyrir aftan og til hliðar við bílinn á miðlægum skjá í farþegarýminu, t.d. þegar verið er að skipta um akrein. Nexo er einnig fyrsti bíll Hyundai sem búinn verður akreinaaðstoð og akstursaðstoð.