*

Bílar 23. janúar 2018

Nýr vetnisbíll frá Hyundai

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai kynnti vetnisbílinn Nexo á CES sýningunni í Las Vegas í síðustu viku.

Hyundai Nexo er að fullu raf­drif­inn en býr til raf­magn úr vetni með efn­arafal. Ekki þarf því að stinga Nexo í sam­band við raf­magn til að hlaða raf­hlöðu bíls­ins. Bíllinn dreg­ur tæpa 600 km á vetn­inu en það tek­ur aðeins 3-4 mín­út­ur að fylla vetn­istank­inn. 

Nexo er bú­inn öll­um helstu tækninýj­ung­um m.a. aðstoðaröku­kerfinu ADAS (Advanced Dri­ver Ass­ist­ance Systems) sem Hyundai er að þróa í átt til full­kom­inn­ar sjálf­stýr­ing­ar. Þá er Nexo einnig með háþróaðri blind­hornsviðvör­un en hingað til hafa tíðkast og er þessi sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar í bílaiðnaðinum. Viðvör­un­in er búin mynda­vél­um sem birt­ir öku­manni um­hverfi bíls­ins fyr­ir aft­an og til hliðar við bíl­inn á miðlæg­um skjá í farþega­rým­inu, t.d. þegar verið er að skipta um ak­rein. Nexo er einnig fyrsti bíll Hyundai sem bú­inn verður ak­reinaaðstoð og akst­ursaðstoð.