*

Matur og vín 12. apríl 2014

Nýr Vínbar

Vínbarinn var nýlega smekklega endurnýjaður, en þar er metnaður fyrir vínúrvalinu mjög mikill og álagning hófleg.

Arnar Sigurðsson

Í flestum tilfellum þegar veitingastöðum er breytt eða þeir endurnýjaðir er eins og veitingamenn séu svo örmagna að ekkert er fengist við það sem þó skiptir mestu máli til að skapa ánægjulega upplifun gesta. Hlutir eins og matur, vín, hljóðvist, hljómburður, loftræsting og annað slíkt mæta afgangi. Flestir láta nægja að huga að innréttingum, hafa hlutina kúl og töff, umbúðir skipta meira máli en innihald.

Nýlega var Vínbarinn smekklega endurnýjaður. Af helstu breytingum má nefna að hér er nú loksins komin samkeppni við Ostabúðina Skólavörðustíg um besta hádegisfisk bæjarins. Þjónustulund veitingamannsins Gunna Palla hefur löngum verið aðalsmerki staðarins og fyrirmynd annarra veitingamanna. Mörgum yfirsést hinsvegar að vínbarinn er einhver besti veitingastaður bæjarins, hvort heldur er að kvöldi eða í hádegi.

Þegar ljósmyndara Viðskiptablaðsins ber að garði er Sole Meuniere á hádegisseðlinum og því valið einfalt. Fiskurinn ferskur og eldaður fullkomlega með rækjum, kartöflum og smjörsósu. Nautakinnar í spaghetti með chilli í bakgrunni var sömuleiðis mjög góður réttur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Vínbarinn  • Gunni Palli