*

Bílar 17. september 2014

Nýr Vito frumsýndur í Hannover

Nýr Mercedes Benz Vito verður með mikla burðargetu og hagkvæmur í rekstri.

Daimler AG mun frumsýna nýjan Mercedes Benz Vito á alþjóðlegu atvinnubílasýningunni IAA sem hefst í Hannover í Þýskalandi þann 25. september nk. Vito er bæði framleiddur sem sendibíll og sem fólksflutningabíll.

Vito verður boðinn fram­hjóla­drif­inn með 1,6 lítra vél og aft­ur­hjóla­drif­inn með 2,1 lítra vél. Tvær út­færsl­ur verða í boði með 1,6 lítra vél­inni sem skila ann­ars veg­ar 86 hest­öfl­um og hins veg­ar 114 hest­öfl­um. Í blönduðum akstri fer hann með um 5,7 lítra á hundraðið.

Þrjár út­færsl­ur verða í boði með stærri vél­inni sem skila 136, 163 og 190 hest­öfl­um. Þá verður bíll­inn einnig í boði fjóra­hjóla­drifinn. Hægt er að velja á milli 7G-TRONIC PLUS sjálf­skipt­ing­ar og sex þrepa bein­skipt­ing­ar. Vito verður bú­inn með BlueEFFICIENCY-búnaði eins og nýir lúx­us­bíl­ar Mercedes-Benz. Búnaðurinn eyk­ur spar­neytni og minnk­ar los­un skaðlegra lofttegunda.

Vito verður með mikla burðargetu, alls 1.369 kíló, og mun vera mjög hag­kvæm­ur í rekstri.