*

Bílar 27. febrúar 2018

Nýr Volvo V60 á leiðinni

Nýr Volvo V60 er á leiðinni hjá sænska bílaframleiðandanum og er í anda þeirrar hönnunarstefnu sem Volvo hefur verið að framkvæma á bílnum sínum.

Nýr Volvo V60 er á leiðinni hjá sænska bílaframleiðandanum. Nýja kynslóð þessa stæðilega skutbíls er í anda þeirrar hönnunarstefnu sem Volvo hefur verið að framkvæma á bílnum sínum.

Núverandi Volvo V60 var alveg kominn á tíma hvað varðar andlitslyftingu enda búinn að vera á götunni síðan árið 2011. Nýja kynslóðin minnir talsvert á V90 og fær nánast sama tækni- og öryggisbúnað. Segja má að V60 sé raunar eins og litli tvíburabróðir V90. Bíllinn verður vel búinn lúxus og þægindum eins og Volvo hefur verið stilla upp í nýjustu bílum sínum.

Bíllinn verður með hefðbundnum dísil- og bensínvélum og þá koma tvær Plug-in Hybrid útfærslur sem hægt er að velja um. Báðar þær tengiltvinnvélar verða með bensínvél og rafmótor og með fjórhjóladrifi. T6 verður með 335 hestafla vél og T8 með 385 hestafla vél.