*

Bílar 26. júní 2013

Nýr BMW X5

BMW birti á dögunum myndir af nýjum X5 jeppa.

BMW sendi frá sér myndir fyrir nokkrum dögum af nýjum X5 jeppa. Búist er við því að jeppinn verði frumsýndur í Frankfurt í haust og fari á markað í nóvember.

Jeppinn kom fyrst á markað árið 1999 og hefur sala hans gengið vel alla tíð. Í kringum 100 þúsund bílar hafa selst síðustu árin, mest árið 2007 þegar salan fór í tæp 120 þúsund eintök.

Útlit nýja bílsins er skynsamlegt framhald af eldri útgáfu. . Fimm vélar verða í boði, fjórar dísil og ein bensín. Allar verða þær búnar túrbínum. Stærsta vélin er 4,4 lítra V8 og skilar 449 hestöflum.

Verðið á jeppanum hefur ekki verið gefið upp en ætla má að það sé svipað og nú sem er frá 11.290.000, samkvæmt verðlista BL.

Stikkorð: BMW X5