*

Heilsa 28. ágúst 2013

Nyrsta hlaup Íslands

Árlegt hlaup í Grímsey verður haldið um þarnæstu helgi. Boðið er upp á að hlaupa einn eða tvo hringi í kringum eyjuna.

Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen verður haldið í Grímsey laugardaginn 7. september næstkomandi. Þetta er í annað skipti sem þetta nyrsta almenningshlaup Íslands er haldið en það þóttist heppnast mjög vel á síðasta ári. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir um fallega náttúru Grímseyjar, annars vegar einn tæplega 12 km. hring um eyjuna og hins vegar tvo hringi eða tæpa 24 km.

Fram kemur í tilkynningu að tímataka verður á báðum leiðum og drykkir verða í boði á sérstökum drykkjarstöðum á leiðinni.  Ræst verður við félagsheimilið Múla kl. 11 á laugardag. Þegar hafa um 20 hlauparar skráð sig til leiks en skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is og lýkur á föstudag. Hægt er að komast til Grímseyjar með ferjunni Sæfara og með flugi með Norlandair og Flugfélagi Íslands. Ekkert skráningargjald er í hlaupið. TVG-Zimsen er styrktaraðili hlaupsins.

Stikkorð: Grímsey  • Hlaup