*

Hitt og þetta 19. júní 2014

Nýtt app Kims Kardashian kemur í næstu viku

Þeir sem hafa látið sig dreyma um að versla með Kim Kardashian þurfa ekki að bíða mkið lengur. Nýtt app sér til þess.

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian hefur upplýst að nýtt app hennar fyrir snjallsíma, sem ber heitið Kim Kardashian: Hollywood verður sett í sölu í næstu viku. Financial Express greinir frá þessu og vísar í frásögn Daily Mirror. Kardashian, sem er 33ja ára gömul, setti stiklu úr nýja leiknum á myndadeiliforritið Instagram. 

Leikurinn gengur út á það að notendur velja fræga einstakling aog stýra þeim um Hollywood á meðan þeir reyna að öðlast frægð, mæta á fína viðburði, sitja fyrir á myndum og verða ástfangnir. Þessir einstaklingar hitta síðan teiknaða útgáfu af Kardashian sem fer með þeim að versla, út á næturlífið og í myndatökur. 

Stikkorð: Kim Kardashian