*

Bílar 10. október 2014

Nýtt flaggskip Cadillac væntanlegt

Nýr Cadillac verður afturhjóladrifinn og hlaðinn lúxus eins og við mátti búast.

Cadillac hefur nú tilkynnt að fyrirtækið muni hefja smíði síns stærsta bíls, sem stefnt er að komi á markað strax á næsta ári. Bíllinn verður smíðaður upp úr hugmyndabílnum Elmiraj sem vakti mjög mikla athygli á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra.

Þetta flaggskip Cadillac verður afar stór bíll sem etja mun kappi við lúxusbíla Bentley og Rolls Royce, en að öllum líkindum mun hann kosta öllu minna. Ekki er víst að bíllinn muni halda nafninu Elmiraj og allt eins víst að hann fá þriggja stafa skammstöfun og hafa stafirnir LTS verið nefndir í því sambandi. Væri það í samræmi við aðra bíla Cadillac bíla sem bera slíka þriggja bókstafa runu.

Bíllinn verður afturhjóladrifinn og hlaðinn lúxus eins og við má búast með slíkan bíl. Forsvarsmenn Cadillac segja að bíllinn eigi að vera með byltingarkenndri tækni hver sem hún svo verður. Þá mun eiga að nota óvenjulegar framleiðsluaðferðir við smíði bílsins.

Stikkorð: Cadillac