*

Ferðalög 8. júlí 2012

Nýtt hostel á Akureyri

Akureyri backpackers opnaði nýlega hostel á Akureyri en Reykjavík backpackers á stóran hlut í fyrirtækinu.

Akureyri backpackers opnaði nýlega hostel á Akureyri en Reykjavík backpackers á stóran hlut í fyrirtækinu. Hostelið er í Hafnarstræti 98, í göngugötunni, og er pláss fyrir rúmlega 100 manns. Aðsóknin hefur verið fín þó svo að ferðavertíðin hafi farið rólega af stað. Hostelið gefur sig út fyrir lágt verð og vinalegt umhverfi. Opið verður allt árið og á veturna mun hostelið hýsa skíðafólk og aðra sem sækja í vetrarloftið fyrir norðan.