*

Hitt og þetta 30. nóvember 2005

Nýtt íþróttahús vígt á Suðureyri

Nýtt og glæsilegt íþróttahús var vígt við hátíðlega athöfn á Suðureyri á laugardag. Bryndís Birgisdóttir formaður nefndar um byggingu hússins hélt ræðu, en að henni lokinni afhenti Björgmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Ágústs og Flosa, Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar lykla að húsinu.

Þrátt fyrir að framkvæmdir hafi tafist þykir byggingin vel heppnuð og húsið hið glæsilegasta. Húsið kemur milli grunnskólans og búningsklefa sundlaugarinnar og þannig mynda þessi hús eina heild. Verktaki íþróttahússins er Ágúst og Flosi ehf. sem tóku verkið að sér í alútboði eftir lokað útboð meðal verktaka á Ísafirði.