*

Tölvur & tækni 10. nóvember 2012

Nýtt íslenskt snjallsímaforrit fáanlegt

Forritið stuðlar að heilbrigðu líferni og hvetur notendur til að eyða meiri tíma í uppbyggilega hluti.

Snjallsímaforritið Kinwins er nú fáanlegt í íslensku iPhone App versluninni. Höfundar Kinwins eru þær Sesselja Vil­hjálmsdóttir og Valgerður Hall­dórsdóttir en stefnt er að mark­aðssetningu erlendis. Fram kemur í tilkynningu að unnið hafi verið að Kinwins í um það bil ár og styrkir Tækniþróunar­sjóður verkefnið.

„Kinwins er hvatningaleikur og félagsmið­ill. Leikurinn hvetur notendur til þess að verða „besta útgáfan af sjálfum sér“ með því að eyða meiri tíma í uppbyggilega hluti og stuðla að heilbrigðu líferni með því að skrá inn dagleg verkefni og deila með vinum og fjölskyldu. Notendur fá stig fyrir hvert verkefni sem skráð er í leik­inn, fá verðlaun og bæta hæfileika sína í daglegu lífi,“ segir um leikinn.

Stikkorð: Kinwins