*

Bílar 6. október 2017

Nýtt ljón á veginum

Um helgina verður ný útgáfa af Peugeot 308 frumsýndur hjá Brimborg.

Nýr og uppfærður Peugeot 308 verður frumsýndur hér landi á morgun, laugardag. Það verður því nýtt ljón sýnilegt á veginum á næstunni. Bíllinn hefur verið endurhannaður og er kröftugt nýtt grillið það fyrsta sem grípur augað. Frökkunum tekst oft vel til með hönnun á bílum og hér engin undantekning á ferðinni. Stílhrein og nokkuð djörf útlitseinkennin hjá Peugeot skila sér vel í þessum bíl. 

Farangursrýmið er stórt og töluvert stærra en hjá flestum bílum í sama flokki. Það er því nóg pláss er fyrir mikinn farangur. Peugeot 308 er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur, með bensín- eða dísilvél.

Hægt er að velja um þrjár útfærslur; Active, Allure og GT Line Pakka. Peugeot 308 er fáanlegur bæði 5 dyra og station. Frumsýning bílsins á morgun er hjá Brimborg kl. 12-16. Samkvæmt upplýsingum frá Brimborg fylgir 180° bakkmyndavél að verðmæti 70.000 kr með öllum nýjum Peugeot 308 sem afhentir eru í október.