*

Matur og vín 27. febrúar 2013

Nýtt mæjónessalat væntanlegt frá Sóma

Nú er von á góðu fyrir mæjóneselskendur því Sómi ætlar að redda sumrinu með nýjung, skinku- og eggjasalati.

Lára Björg Björnsdóttir

„Okkur fannst þetta vanta á markaðinn en þetta er nýjung og er ekki til, eins og er, í búðum,“ segir Sigurður Ólafsson vörustjóri hjá Sóma.

Sigurður segir að það líði oftast tveir mánuðir frá því að hugmynd að nýrri vöru fæðist og þangað til hún kemur í búðirnar. Og hvenær ætli sé von á nýjustu viðbótinni við mæjónessalötin? „Salatið kemur í búðir í apríl,“ segir Sigurður.

Stikkorð: Mæjónes  • Sómi  • Mæjóns