*

Bílar 13. október 2012

Nýtt merki til Íslands

Dacia Duster sportjeppinn er fjórhjóladrifinn og með 1,5 lítra dísilvél, 5 hurða og með 6 gíra beinskiptingu.

Í þessum mánuði mun BL hefja sölu á Dacia bílum sem framleiddir eru í Rúmeníu. Fyrsti bíllinn sem boðinn verður til sölu hér á landi er Dacia Duster sportjeppi og verð þess bíls verður 3.990.000 krónur. Fyrstu bílarnir verða tilbúnir til afhendingar í lok október hjá BL, umboðsaðila merkisins.

Dacia Duster er fjórhjóladrifinn og með 1,5 lítra dísilvél, 5 hurða og með 6 gíra beinskiptingu. Hér er um að ræða mjög athyglisverðan bíl á mjög samkeppnishæfu verði. Á þeim liðlega sjö árum sem Dacia hefur verið til sölu hefur framganga Dacia-merkisins verið ein samfelld sigurganga. Á árinu 2012 keyptu meira en 350.000 viðskiptavinir nýjan Dacia í 35 löndum um heim allan. Í Frakklandi varð Dacia fimmti söluhæsti bíllinn árið 2011 og í júlí 2012 var Dacia Duster í sjöunda sæti yfir mest seldu bíla til einstaklinga í Þýskalandi. Dacia er einnig söluhæstur í Rúmeníu og Marokkó.

Stikkorð: Dacia Duster