*

Tölvur & tækni 14. september 2012

Nýtt stýrikerfi Apple gott fyrir sjón- og heyrnaskerta

IOS 6 stýrikerfið sem Apple kynnti í vikunni gerir iPhone-eigendum kleift að nýta sér nýja tækni án þess að kaupa nýja síma.

Guðbergur Geir Erlendsso

Nýtt stýrikerfi frá Apple, iOS 6, verður sett í almenna dreifingu þann 19. september. Þrátt fyrir að fá mun minni umfjöllun en nýi iPhone 5 síminn sem kynntur var í gær, munu núverandi eigendur tækja frá Apple geta nýtt sér ýmsa nýja virkni án þess að þurfa að kaupa nýjan síma. 

Sem dæmi verður nýtt kortaforrit í iOS 6 sem knúið er af gagnagrunni frá Open Street Map samtökunum sem fær mest af sínum gögnum frá sjálfboðaliðum og eru með góðan kortagrunn fyrir Ísland þökk sé þeim. FaceTime verður ekki lengur bundið við WiFi tengingu heldur mun forritið virka yfir farsímanet. Auðveldara verður að deila myndum o.fl á Facebook og hægt verður að taka panorama myndir. Þá verður auðveldara fyrir sjón- og heyrnaskerta að nota tæki með iOS 6 stýrikerfinu. 

Einnig munu póstforritið Mail og vafrinn Safari fá talsvert af umbótum.

 

Stikkorð: Apple  • iPhone 5  • IOS 6