Ný kynslóð Xbox leikjatölvunnar verður ekki sýnd opinberlega í fyrsta sinn á E3 messunni í Los Angeles eins og reiknað hafði verið með. Þar ætla keppinautarnir, Sony og Nintendo, að sýna nýjar gerðir leikjatölva, en stjórnendur Microsoft ætla að vera skrefinu á undan og sýna nýju útgáfu Xbox á sjónvarpsstöðinni MTV viku áður en E3 sýningin hefst. Sérstök hálfrar klukkustundar útsending verður á MTV um nýju leikjatölvuna 12. maí.
Nafn á hana hefur ekki verið gefið upp, en ólíkt þykir að hún verði kölluð Xbox 2. Leikjatölvan er væntanleg á markað í október eða nóvember.
Byggt á heimasíðu Tæknivals.