*

Bílar 26. apríl 2015

Óaðfinnanlegir aksturseiginleikar BMW X3

BMW X3 er nýlega kominn á markað með andlitslyftingu en þetta mun vera síðasta framleiðsluár þessarar kynslóð bílsins.

BMW var fyrstur þýsku lúxusbílaframleiðendanna til að setja á markað lítinn sportjeppa árið 2003. Þetta þótti nokkrum tíðindum sæta og breikkaði að sjálfsögðu kúnnahópinn mikið því áður hafði einungis hinn stærri X5 verið í boði sem fullgildur sportjeppi. Núverandi kynslóð X3 kom á markað 2010 sem 2011 árgerð og víkur sem fyrr segir á næsta ári fyrir þriðju kynslóð. Andlitslyftingin sem kom á þessu ári felst einkum í nýju lagi á framljósum og afturhlera.

Það sem þessi bíll hefur fram yfir alla litlu sportjepplingana sem á boðstólum eru er gott jarðsamband. Maður hefur miklu frekar á tilfinningunni að verið sé að aka fólksbíl en jepplingi því X3 er með þessa einstæðu BMW tilfinningu sem er einna ríkust í þristinum sem X3 er byggður á. Dísilvélin kemur verulega á óvart fyrir góð afköst en hún er dálítið hávær. Inni í bílnum er hins vegar yfirburða hljóðeinangrun gagnvart vegdyn og vindgnauði. Í bílnum er gott pláss fyrir fjóra fullorðna en tæplega fimm vegna þess hve gírstokkurinn er fyrirferðarmikill.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu á fimmtudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér.

Stikkorð: BMW  • Bílar  • BMW X3