*

Hitt og þetta 5. desember 2013

Obama má ekki eiga iPhone

Það er ekki endilega stuð að vera forseti Bandaríkjanna þegar kemur að tækninýjungum.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, má ekki nota iPhone af öryggisástæðum. Þetta kom fram á fundi Obama og ungmenna á miðvikudaginn en þar sagðist hann ekki mega nota iPhone þó að hann noti iPad einstöku sinnum.

Obama notaði lengi vel BlacBerry síma og þurfti að hafa mikið fyrir því að fá að halda þeirri græju þegar hann flutti inn í Hvíta húsið. En samt gat hann bara haft samskipti við tíu manns og sendi tölvupósta úr persónulegu netfangi. Lesa má nánar um málið á Gizmodo.com.